+33 (0) 4 50 18 33 33

Fækkum hitarabilunum

Magnetít er aðalástæðan fyrir bilun í hiturum. Tæring á sér stað daglega í hitakerfum. Án meðhöndlunar safnast upp magnetít sem veldur köldum svæðum í opnum, dregur úr skilvirkni hitunar og setur óþarfa álag á hitarann.

ADEY®’s er hér til að bjarga hitakerfunum hjá öllum, með vörum og verkferlum sem binda endi á tæringu og magnetít. Síurnar, íðefnin og ráðin frá okkur lækka orkureikninga, draga úr viðhaldskostnaði og vernda hitara lengur.

Leiðandi nálgun Adey‘s að kerfisviðhaldi nýtur stuðnings frá yfirgripsmiklu úrvali af segulsíum og vatnsmeðhöndlunarefnum ásamt viðurkenndri rannsóknar- og vatnsprófunarþjónustu UKAS. Vinsæla vörulínan okkar af MagnaClean síum hefur verið tekin í notkun á yfir fjórum milljónum heimila bara í Stóra-Bretlandi. 

Við höfum unnið til fjölmargra verðlauna, þar á meðal þriggja Queen‘s Awards for Enterprise in Innovation ásamt fjölmörgu öðrum viðurkenningum.

ADEY vill vinna að framtíð þar sem öll hita- og kælikerfi eru varin gegn tæringu, til að spara peninga, orku og tíma um allan heim. 

Við höfum það að markmiði að útrýma kerfisbilunum fyrir alla og þjónustuaðilar og hitaverkfræðingar um allan heim eru að nýta sér nálgun okkar. 

Við erum frumkvöðlar í nýjustu tækninni til að vernda og viðhalda kerfum af öllum gerðum og stærðum og bjóðum upp á vörur og lausnir fyrir allar gerðir af iðnaðarhúsnæðum og heimilum í Stóra-Bretlandi, Frakklandi, á DACH-svæðinu, í Noregi, Norður-Ameríku, Kanada og Kína – og við erum enn að stækka.

Við höfum fengið þriðju Queen‘s Award verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í viðhaldi og vernd húshitakerfa í Stóra-Bretlandi og um allan heim. Okkur er það heiður að taka við Queen‘s Award for Enterprise in International Trade, fyrir að hafa byggt á innlendri velgengni okkar og breitt þjónustu okkar út til 19 Evrópulanda ásamt Kína, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Lausnir við öllum vandamálum

Vörurúrvalið okkar er mjög yfirgripsmikið. Hver vara kemur í veg fyrir skemmdir á ólíkan hátt, sem gerir vörnina fullkomna í húshitakerfunum – við höfum hugsað fyrir öllu.

Við erum með kerfissíur sem ná magnetítögnum af öllum stærðum. Sérlega sterku vatnsmeðhöndlunarefnin okkar hreinsa og vernda og halda kerfunum sterkum lengur.

ADEY®Best Practice

Við höfum þróað ADEY® Best Practice, sem er sex skrefa nálgun hönnuð til að koma alveg í veg fyrir tæringu og vernda kerfi. 

Hreinsun til að brjóta niður magnetít. ManglaCleanse® til að skola kerfið. MagnaClean® til að sía út aðskotahluti. Vörn til að stöðva tæringu. Prófun til að athuga ástand kerfisins. Viðhald til að halda vörninni sem bestri.

  • CleanHreinsun
  • MagnaCleanseMagnaCleanse
  • MagnaCleanMagnaClean
  • ProtectVörn
  • TestPrófun
  • MaintainViðhald

Finndu okkur

ADEY INNOVATION SAS

119 bis, Rue de Colombes
92600, Asnières sur Seine
Frakkland

t: +33 (0) 4 50 18 33 33

f: +33 (0) 4 50 18 33 33

marketing-europe@adey.com

Opnunartímar

8.30 - 17.00

Mánudagur - Föstudag

Senda okkur skilaboð